Í fyrirlestrinum fjalla ég um félagslegar forsendur árangurs með sérstakri áherslu á hvernig staðbundinn kúltúr hefur áhrif á stemningu og árangur liða og hópa. Fyrirlesturinn byggir á fjölbreyttum rannsóknum á viðhorfi og hegðun einstaklinga, samskiptum, félagslegri smitun, sem og hinu “ósýnilega eðli” hópa (stemningunni). Hvað er stemning? hvernig virkar stemning? hvers virði er stemning? og hvernig myndast stemning? eru spurningar sem ég varpa ljósi á og tek þar dæmi frá ýmsum sviðum samfélagsins, sem og úr daglegu lífi. Fyrirlesturinn hentar minni og stærri hópum, stjórnendum sem og almennum starfsmönnum, og miðar að því að hjálpa hópum að búa til uppbyggilegan kúltúr sem stuðlar að vellíðan fólks, auka metnað og bæta árangur.
Janframt er boðið upp á ýmis konar hópavinnu til að efla samtakamátt og liðsanda.
Sendu fyrirspurn á: [email protected]