Um Viðar
Um höfund
Dr. Viðar Halldórsson
Ég heiti Viðar Halldórsson og er félagsfræðingur. Ég fæddist í Reykjavík árið 1970 og menntaði mig í félagsfræði í Háskóla Íslands og í University of Leicester á Englandi. Ég er með doktorspróf í félagsfræði og starfa sem prófessor við fagið í Háskóla Íslands. Jafnframt sinni ég stöðu gestaprófessors í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, er stundakennari við alþjóðlegt meistaranám í menningarstjórnun íþrótta (International CIES/FIFA Masters), og hef sinnt ráðgjafarþjónustu fyrir íþróttastofnanir, íþróttafélög, sem landslið og félagslið í fjölbreyttum íþróttum hér á landi til fjölda ára.
Frá aldamótum hef ég jafnframt skrifað fjölda pistla, og haldið mörg hundruð fyrirlestra hér á landi sem og fjölda fyrirlestra víðs vegar í heiminum, allt frá Suður Ameríku, í gegnum Bandaríkin og Evrópu til Japan.
Meginkjarni í starfi mínu felst í að skoða, greina og rannsaka mátt hins félagslega umhverfis, sem er það ósýnilega afl sem umlykur fólk öllum stundum. Hvað er þetta ósýnilega afl? Hvaðan kemur það? Hvernig virkar það? Hvenær er það jákvætt og uppbyggilegt? Og hvenær er það neikvætt og skemmandi? eru spurningar sem ég reyni að glíma við í mínu starfi, hvort sem er á fræðasviðinu eða í vinnu minni með lið og hópa.
Tilgangurinn með þessari vefsíðu er að vekja athygli á þeim félagslegu fyrirbærum sem ég hef kynnt mér, rannsakað og fjallað um á undanförnum árum. Vefsíðunni er, með öðrum orðum, ætlað að varpa ljósi á samfélagið sem fyrirbæri með því að draga félagslega töfra þess fram í dagsljósið; að gera hið ósýnilega afl samfélagsins sýnilegt.
Ferilskrá og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu minni hjá Háskóla Íslands http://www.uni.hi.is/vidarh
Hægt er að senda mér tölvupóst á [email protected].