Forsíða » Sjáum samfélagið
Sjáum samfélagið
Félagsfræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu
Um bókina
Sjáum samfélagið
SJÁUM SAMFÉLAGIÐ: Félagsfræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu
Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2024.
Texti af bókarkápu:
Hvað er þetta óljósa fyrirbæri sem kallast samfélag? Og hvernig mótar samfélagið hugsanir okkar, hugmyndir, hegðun og sjálfsmynd?
Í þessari nýstárlegu bók leitast Dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, við að gera hið ósýnilega afl samfélagsins sýnilegt með því að beita félagsfræðilegu innsæi á fjölda ljósmynda úr hversdagslífi vestrænna samfélaga.
Bókin er upplýsandi greining á nútímasamfélaginu og þróun þess og varpar ljósi á félagslega töfra samfélagsins sem og vaxandi firringu þess.
Bókin er um 430 blaðsíður, 100.00 orð og hana prýða um 200 ljósmyndir. Sjáum samfélagið er bók sem enginn var að bíða eftir en allir hefðu gott af því að lesa.
Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Það er einnig hægt að panta hana á heimasíðu Háskólaútgáfunnar, sem sendir hana frítt heim.
Nánar um félagsfræðilega greiningu á ljósmyndum (e. visual sociology)
Það má líta á ljósmyndir sem “tilvistarsannanir” (e. existence proofs) sem sýna veruleikann eins og hann var á ákveðnu augnabliki. Það getur verið áhrifameira að sjá eitthvað en eingöngu að lesa um það eða heyra af því.
Ég lít á ljósmyndir af hversdagslegum hlutum í samfélaginu sem vettvangsgögn. Myndræn gögn af vettvangi geta veitt mikilvægar upplýsingar um vettvanginn sem um ræðir, og enn fremur varpað ljósi á hina stærri formgerð samfélaga. Ljósmyndir geta þannig fangað hið ósýnilega félagslega afl samfélagins og gert það sýnilegra, og því getur verið gagnlegt að nota ljósmyndir við félagsfræðilega greiningu á samfélaginu.
Hér fyrir neðan má finna frekari upplýsingar tengdar bókinni Sjáum samfélagið, sem og frekari greiningu á viðbótar ljósmyndum úr hversdagslífinu – sem framhald af umfjöllun bókarinnar.
Myndirnar eru rammaðar inn á félagsfræðilegan hátt og hafa það hlutverk að vekja lesendur til umhugsunar um fjölbreytt málefni samfélagsins. Allar myndirnar eru mínar eigin og mun ég bæta við myndum og greiningu hér á síðuna – eftir því sem við á.