Sjáum samfélagið

Félagsfræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu

Um bókina

Sjáum samfélagið

SJÁUM SAMFÉLAGIÐ: Félagsfræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2024.

Texti af bókarkápu:

Hvað er þetta óljósa fyrirbæri sem kallast samfélag? Og hvernig mótar samfélagið hugsanir okkar, hugmyndir, hegðun og sjálfsmynd?

Í þessari nýstárlegu bók leitast Dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, við að gera hið ósýnilega afl samfélagsins sýnilegt með því að beita félagsfræðilegu innsæi á fjölda ljósmynda úr hversdagslífi vestrænna samfélaga.

Bókin er upplýsandi greining á nútímasamfélaginu og þróun þess og varpar ljósi á félagslega töfra samfélagsins sem og vaxandi firringu þess.

Bókin er um 430 blaðsíður, 100.00 orð og hana prýða um 200 ljósmyndir. Sjáum samfélagið er bók sem enginn var að bíða eftir en allir hefðu gott af því að lesa.

Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Það er einnig hægt að panta hana á heimasíðu Háskólaútgáfunnar, sem sendir hana frítt heim.

 

Nánar um félagsfræðilega greiningu á ljósmyndum (e. visual sociology)

Það má líta á ljósmyndir sem “tilvistarsannanir” (e. existence proofs) sem sýna veruleikann eins og hann var á ákveðnu augnabliki. Það getur verið áhrifameira að sjá eitthvað en eingöngu að lesa um það eða heyra af því.

Ég lít á ljósmyndir af hversdagslegum hlutum í samfélaginu sem vettvangsgögn. Myndræn gögn af vettvangi geta veitt mikilvægar upplýsingar um vettvanginn sem um ræðir, og enn fremur varpað ljósi á hina stærri formgerð samfélaga. Ljósmyndir geta þannig fangað hið ósýnilega félagslega afl samfélagins og gert það sýnilegra, og því getur verið gagnlegt að nota ljósmyndir við félagsfræðilega greiningu á samfélaginu.

Hér fyrir neðan má finna frekari upplýsingar tengdar bókinni Sjáum samfélagið, sem og frekari greiningu á viðbótar ljósmyndum úr hversdagslífinu – sem framhald af umfjöllun bókarinnar.

Myndirnar eru rammaðar inn á félagsfræðilegan hátt og hafa það hlutverk að vekja lesendur til umhugsunar um fjölbreytt málefni samfélagsins.   Allar myndirnar eru mínar eigin og mun ég bæta við myndum og greiningu hér á síðuna – eftir því sem við á.

 

Musteri óhollustunnar

Markaðir óhollustunnar, eins og verslunin á myndinni er dæmi um, vöktu athygli mína á ferð minni um borgina Leicester í Englandi. Bæði fyrir allt það samansafn af óhollustu sem birtist í útstillingum slíkra verslana, sem ...
Lesa →

Sjáum samfélagið í Morgunblaðinu

Morgunblaðið birti smá hluta úr bókinni Sjáum samfélagið í blaðinu 30. september 2024. Gripið var niður í einn undirkafla bókarinnar sem heitir “Afmennskun skjásamfélagsins”.
Lesa →

Að haldast í hendur

Það var tvennt sem vakti athygli mína á götum Helsinki í Finnlandi, þar sem ég var staddur á dögunum. Í fyrsta lagi virtust ívíð færri vera í snjalltækjunum sínum á almannafæri, en td í London, ...
Lesa →

Samfélag sem týnir sjálfu sér

Pistill sem birtist á Vísi 6. september 2004. Samfélagið hefur villst af leið. Samfélag sem stjórnast af efnahagslegum forsendum frekar en manneskjulegum; samfélag sem leggur ofurkapp á hagræði og skilvirkni, og grefur undan lykilstofnunum sínum; ...
Lesa →

Sjáum samfélagið er komin í bókabúðir

Sjáum samfélagið er bók sem hjálpar lesandanum að gera sér grein fyrir hvernig samfélagið mótar hugmyndir, hegðun og sjálfsmynd fólks, til góðs og ills. Bókin byggir á félagsfræðilegri greiningu á yfir 190 ljósmyndum og er ...
Lesa →

Firring skjásamfélagins – félagsfræðileg ljósmyndasýning

Ljósmyndasýningin Firring skjásamfélags er hliðarverkefni bókarinnar Sjáum samfélagið. Sýningin stendur yfir 22/8-13/9 á jarðhæð Háskólatorgs í Háskóla Íslands.
Lesa →

Skautun og sjónarhorn

Skautun er vaxandi samfélagslegt vandamál. Því er mikilvægt að fólk setji sig í spor annarra og sjái heiminn frá mismunandi sjónarhornum.
Lesa →

Reykmettað bakherbergi

Hér má sjá mynd af lokaðri hurð þar sem hvort í senn má finna ótvíræð skilaboð um að eingöngu útvaldir megi koma inn (members only) sem og að aðrir eigi að halda sig fjarri (keep ...
Lesa →

Samruni

Félagslegir töfrar geta myndast og birst með ýmsum hætti. Þeim getur líka verið ógnað. Til að mynda af uppgangi tæknilegrar skynsemisvæðingar (e. technological rationalization).
Lesa →

Gengið um borg óttans

Fólk telur að heimurinn sé hættulegur og því eigi það að til dæmis að hunsa ókunnuga. Einstaklingar beita því sem Goffman kallaði "borgaralegt eftirtektarleysi" þar sem þeir veita fólki í kringum sig ekki eftirtekt, því ...
Lesa →

Firring skjásamfélagsins

Firring er þema þessarrar myndar. Myndin er tekin í lest í Tókýó í Japn og sýnir farþega sitja í hreinlegri lestinni með fjölda auglýsingaskiltia yfir höfðum sér.
Lesa →

Viðeigandi vitundarvakning

Myndin, sem er götumynd frá Chicago í Bandaríkjunum, sýnir vegglistaverk með andlitum af konum undir yfirskriftinni "Hættið að segja konum að brosa".
Lesa →

Félagslegir töfrar hversdagslífsins

Það er hægt að ímynda sér magn félagslega töfra á kvarða frá litlu magni til mikils. Dæmi um það fyrrnefnda væri bros sem fæðist í hversdagslegum samskiptum fólks, en ástríðublossi á milli elskenda væri dæmi ...
Lesa →

Vörumerki sem trúarbrögð

Myndin sýnir fólk í röð fyrir utan verslun Chanel tískurisans í Tókýó í Japan og manneskju að taka mynd af verslunarbyggingunni. Það sem vekur athygli er að fólk leggur á sig að bíða í röð ...
Lesa →

Neysluhimnaríki borgaranna

Í bókinni er umfjöllun um það sem félagsfræðingurinn Georg Ritzer kallar "neysluhimnaríki" (e. cathedrals of consumption), sem vísar til þess hvernig markaðsvörur fá heilga og guðdómlega ímynd, líkt og hin hefðbundnu trúarbrögð.
Lesa →

Vörn gegn falsfréttum?

Myndin sýnir mann vera að spreyja sig með sólarvörn á góðviðrisdegi í Chicago í Bandaríkjunum. En þar sem maðurinn er staddur fyrir utan útibú Fox sjónvarpsstöðvarinnar þá kallar myndin fram þau hugrenningartengsl að fólk þarf ...
Lesa →
Scroll to Top