Fólk telur að heimurinn sé hættulegur og því eigi það að til dæmis að hunsa ókunnuga. Einstaklingar beita því sem Goffman kallaði “borgaralegt eftirtektarleysi” þar sem þeir veita fólki í kringum sig ekki eftirtekt, því það gæti skapað vandræði.
Í könnunum segjast um 7% íslenskra ungmenna ganga um með hníf til að verjast hættum – fyrir hverju er kannski spurningin. Fólk tekur sig öruggara í netheimum, þrátt fyrir ýmsar leyndar hættur þeirra.
Þessi mynd er táknræn þar sem hún gæti alið á ótta við ókunnuga. Myndin sýnir eldri karlmann ganga í humátt á eftir ungri konu. Karlinn er blökkumaður, en sem slíkur hefur hann þurft að sæta meiri tortryggni en þeir sem eru hvítir á hörund. Konan er með snjalltækið á lofti. Ekkert ósiðlegt eða hættuleg átti sér þó stað á þessum stað og augnabliki í stórborginni, frekar en vanalega, þar sem karlinn gekk bara sinnar leiðar framúr ungu konunni örskömmu síðar.
Kannski er ótti fólks yfirdrifinn og óraunhæfur, þar sem vandamál koma mun sjaldnar upp í samskiptum en fólk heldur. En kannski er konan varin af “augum götunnar” eins og borgarfræðingurinn Jane Jacobs hélt fram í því samhengi að fólk er öruggara í fjölförnum borgum en á eyðilegri stöðum.
Mynd höfundar: Chicago, Bandaríkin, 2024.