Firring er þema þessarrar myndar. Myndin er tekin í lest í Tókýó í Japn og sýnir farþega sitja í hreinlegri lestinni með fjölda auglýsingaskiltia yfir höfðum sér.
Myndin endurspeglar einstaklingsvæðingu samfélagsins sem knúin er áfram af tæknilegri skynsemishyggju. Með öðrum orðum þá sjáum við hóp einstaklinga, sem virðst leitast við að sitja sem lengst frá öðrum, og sinna sínu í friði.
Allt fólkið er með augun og athyglina á skjám snjalltækjanna sinna. Það á ekki í neinum samskiptum sín á milli. Ekkert augnsamband er á milli fólksins, engin nánd og engin samvitund. Sumt fólkið er með grímu fyrir vitjum sínum. Þrátt fyrir að fólkið sé allt á sama stað, á sama tíma, þá er það eitt og einangrað. Og ef fólkið myndi líta upp úr snjalltækjunum sínum – sem virka fyrst og fremst sem markaðstorg fyrir vörur og þjónustu – þá myndi það sjá enn fleiri auglýsingar um hitt og þetta á sjónrænu markaðstorgi raunheima við loft lestarinnar.
“Allt sem við sjáum er heimur vörunnar” sagði samfélagsrýnirinn Guy Lebord á sínum tíma. Það má til sanns vegar fær, hvort sem fólkið í lestinni er með augun á snjalltækjnum sínum eða lítur upp úr þeim, athygli þess er fönguð af markaðsöflum til að selja því eitthvað, í stað þess að það upplifi mannlíf og félagsleg tengsl við samborgara sína.
Mynd höfundar: Tókýó, Japan, 2024.