Fyrsti ritdómurinn um bókina Sjáum samfélagið hefur verið birtur. Dómurinn er afar jákvæður. Þar segir meðal annars “bókin spannar vítt svið og tekur á öllum grundvallaratriðum í tengslum við samfélagið, er skýr, skilmerkileg og á mannamáli. Hún er því fengur fyrir öll þau sem vilja sjá samfélagið frá sem flestum hliðum” og enn fremur að bókin Sjáum samfélagið “er frábær bók fyrir allt hugsandi fólk”. Dóminn má finna í Kirkjublaðinu, sjá nánar hér: https://www.kirkjubladid.is/mal-lidandi-stundar/bok-sem-tofrar/