Félagslegir töfrar hversdagslífsins

Félagslegir töfrar hversdagslífsins

Það er hægt að ímynda sér magn félagslega töfra á kvarða frá litlu magni til mikils. Dæmi um það fyrrnefnda væri bros sem fæðist í hversdagslegum samskiptum fólks, en ástríðublossi á milli elskenda væri dæmi um það síðarnefnda.

Á þessari mynd má sjá dæmi um hversdagslega félagslega töfra sem birtast í minna magni. Myndin sýnir annars vegar ungt par sem á í nánum samskiptum þar sem parið helst í hendur og stúlkan brosir. Samskipti parsins virðast vera ánægjuleg fyrir báða aðila. Einnig má sjá konu keyra eldri konu um í hjólastól sem endurspeglar hvernig einstaklingar þurfa á hver öðrum að halda í sínu daglega lífi í samfélaginu. Hvort tveggja eru dæmi um hversdagslega félagslega töfra sem eru uppistaða samfélagsins.

Það eru margskonar slík hversdagsleg samskipti sem safnast upp og mynda samfélag og viðhalda því. Án slíkra samskipta þá kvarnast úr grunnstoðum samfélagins sem verður ómanneskjulegra og óheilbrigðara fyrir vikið. Það er því mikilvægt að vernda og stuðla að slíkum hversdagslegum samskiptum, þó þau kunni kannski að virka ómerkileg. Þvert á móti má halda því fram að slík samskipti séu grunnbyggingarefni samfélagsins alls.

Mynd höfundar: Des Moines, Bandaríkin, 2024.

Scroll to Top