Neysluhimnaríki borgaranna

Neysluhimnaríki borgaranna

Í bókinni er umfjöllun um það sem félagsfræðingurinn Georg Ritzer kallar “neysluhimnaríki” (e. cathedrals of consumption), sem vísar til þess hvernig markaðsvörur fá heilaga og guðdómlega ímynd, líkt og hin hefðbundnu trúarbrögð.

Þessi mynd endurspeglar þá umræðu. Myndin, sem tekin var í Mílanó á Ítalíu, sýnir hvernig verslanir sem selja hátísku vörumerki á borði við Armani, Louis Vuitton og Prada, eru settar upp í sögulegri og tignarlegri byggingu þar sem hátt er til lofts og sést til himins. Helgimyndirnar sem prýða efstu hluta innviða byggingarinnar styrkja enn frekar þá ásýnd að vegfarandur séu á heilögum stað. Með þessum hætti yfirfærist heilagleiki, sem jafnan er tengdur við hin hefðbundnu trúarbrögð, yfir á hátískuvörurnar sem fólk tilbiður, kaupir dýrum dómi og boðar svo út fagnaðarerindið með því að klæðast hinni heilögu merkjavöru á almannafæri. Vörumerki geta þannig orðið að trúarbrögðum í nútimanum. Fólkið í forgrunni er með innkaupapoka og snjalltækin á lofti, sem endurspeglar sambland neysluvæðingarinnar og samfélagsmiðla.

Í bakgrunni má svo sjá McDonalds hamborgarastað, en Ritzer hefur sérstaklega tilgreint slíka staði sem öfluga boðbera innihaldsrýrrar markaðshyggju skynsemisvæðingarinnar sem selur fólki holar upplifanir í stað merkingarbærari fullnægju sem það myndi annars njóta úr sínu daglega lífi.

Mynd höfundar: Mílanó, Ítalía, 2024.

Scroll to Top