Vörn gegn falsfréttum?

Vörn gegn falsfréttum?

Myndin sýnir mann vera að spreyja sig með sólarvörn á góðviðrisdegi í Chicago í Bandaríkjunum.

En þar sem maðurinn er staddur fyrir utan útibú Fox sjónvarpsstöðvarinnar þá kallar myndin fram þau hugrenningatengsl að fólk þarf að verjast ýmsu öðru en geislum sólarinnar. Með öðrum orðum þá þarf venjulegt fólk að verja sig fyrir uppgangi upplýsingaóreiðu og falsfrétta sem ógna heilbrigði samfélagsins – sem Fox sjónvarpsstöðin hefur til dæmis verið þekkt fyrir að setja fram.

Apótekið í bakgrunninum veitti manninum vörn gegn sterkum og skaðlegum geislum sólarinnar, en hvaða varnir hefur almenningur gagnvart upplýsingaóreiðu og falsfréttum? Það er viðfangsefni sem samfélagið á enn eftir að vinna úr og leysa.

Mynd höfundar: Chicago, Bandaríkin, 2024.

Scroll to Top