Ég var það lánsamur að geta varið tæpum tveimur mánuðum á árinu sem var að líða sem gestaprófessor við Waseda Háskóla í Tókýó í Japan. Þar stundaði ég vettvangsrannsóknir á borginni. Það var margt sem mér fannst framandi við japanskt samfélag í samanburði við vestræn samfélög, og ekki síst það íslenska. Ýmislegt aðdáunarvert og annað síður. Ég mun vinna betur úr efniviðnum sem ég safnaði í Tókýó og koma á framfæri síðar. En læt þessa sjálfsmynd af okkur feðgum fylgja í bili.