Reykmettað bakherbergi

Reykmettað bakherbergi

Hér má sjá mynd af lokaðri hurð þar sem hvort í senn má finna ótvíræð skilaboð um að eingöngu útvaldir megi koma inn (members only) sem og að aðrir eigi að halda sig fjarri (keep out).

Myndin endurspeglar völd í samfélaginu, þar sem þeir sem fara með völdin geta útilokað aðra. Innandyra í reykmettuðu bakherberginu (smoking area) hefst fámennur hópur að og leggur á ráðin um með hvaða hætti hann geti viðhaldið og styrkt tök sín á samfélaginu – á kostnað þeirra sem haldið er fyrir utan.

Á sama tíma er aðgengi allra annarra að slíkri ákvarðanatöku takmarkað. Elítur eru jafnan fámennur og lokaðir hópar sem útiloka aðra frá gæðum samfélagsins. Hurðin er læst og öll sjónræn skilaboð húsnæðisins vísa öðru fólki frá. Jafnframt eru skilaboð um að öryggismyndavélar fylgist með því fólki sem er útilokað inngöngu (surveillance cameras in use), sem endurspeglar enn frekar völd þeirra sem inni eru.

Ójafnvægi er á milli þeirra sem eru inni og geta fylgst með því sem gerist utan dyra, án þess að þeir sem eru úti geti með nokkru móti séð inn og hvað þar fer fram.

Mynd höfundar: Tókýó, Japan 2024.

 

Scroll to Top