Viðeigandi vitundarvakning

Viðeigandi vitundarvakning

Myndin, sem er götumynd frá Chicago í Bandaríkjunum, sýnir vegglistaverk með andlitum af konum undir yfirskriftinni “Hættið að segja konum að brosa”.

Yfirskriftin vísar í átaksverkefni sem hefur teygt sig út um allan heim þar sem listafólk hér og þar leggur verkefninu lið með ýmsum hætti (sjá. https://tlynnfaz.com/Stop-Telling-Women-to-Smile). Vegglistaverkið er meðal annars ádeila á feðraveldið þar sem gert er ráð fyrir að konur eiga að líta vel út í augum karla; það er ætlast til að þær séu sætar, viðkunnalegar og brosandi.

Staðsetning vegglistaverksins er viðeigandi, og sýnir kannski þörfina á átaksverkefninu, þar sem á byggingunni handan við götunnar eru stórar tískumyndir sem sýna konur einmitt í þessu þokkafulla hlutverki sem þær eiga að leika í samfélaginu. Þannig virkar myndin sem sjónrænt samtal milli ráðandi birtingarmynda kvenna í samfélaginu og gagnrýni á þá birtingarmynd.

Myndin endurspeglar enn frekar að átaksverkefni sem þessi spretta ekki upp úr félagslegu tómarúmi.

Mynd höfundar: Chicago, Bandaríkin, 2024.

Scroll to Top