Vörumerki sem trúarbrögð

Vörumerki sem trúarbrögð

Myndin sýnir fólk í röð fyrir utan verslun Chanel tískurisans í Tókýó í Japan og manneskju að taka mynd af verslunarbyggingunni. Það sem vekur athygli er að fólk leggur á sig að bíða í röð fyrir utan verslunina í þeim tilgangi að fá að komast inn og í tæri við tískuvarninginn.

Fólk sækist í að komast í snertingu við eitthvað sem það lítur á sem heilagt og yfirnáttúrulegt og bíður jafnvel í röð til þess að fá að versla slíka vöru dýrum dómum. Það vekur einnig athygli að manneskjan fremst á myndinni er að taka ljósmynd af byggingunni og íburðarmiklu merki tískurisans. Þannig virkar vörmerki fyrirtækisins sem heilög táknmynd líkt og hinn trúarlegi kross hinna hefðbundnu trúarbragða gerir, sem fólk lítur upp til og tilbiður. Hvort tveggja færir sönnur fyrir því að vörumerki eru orðin hluti af trúarbrögðum nútímans.

Myndin enduspeglar, með öðrum orðum, mátt neyslukapítalismans sem hefur fengið fólk til að fara að umgangast vörumerki sem heilög, líkt og um hefðbundin trúarbrögð sé að ræða.

Mynd höfundar: Tókýó, Japan, 2024.

Scroll to Top