Grindavík er að taka við sér

Grindavík er að taka við sér

Ég heimsótti Grindavík nýverið þar sem ég var með stutt erindi á stofnfundi hagsmunasamtaka Grindvíkinga sem vonast til að geta flutt aftur í bæinn. Erindið fjallaði um mátt félagslegra töfra, í formi samveru, samvitundar, samtals og stemningar, sem grundvallarbyggingarefni samfélags. En það var sláandi að koma til Grindavíkur og sjá tómu göturnar, heimilin og vinnustaðina – og allt slökkt – til merkis um að það er fólk sem byggir upp samfélög en ekki byggingar. En það var sömuleiðis magnað að upplifa andrúmsloftið í fullu húsi af Grindvíkingum sem mættu á stofnfundinn staðráðin í að endurreisa samfélagið sitt. Grindavík er að taka við sér.

Scroll to Top