Félagslegir töfrar eru helsta auðlind mannlegs samfélags. Þeir eru byggingar- og bindiefni þess og gera samfélagið að einhverju sem er bæði meira og merkilegra en einstaklingarnir sem mynda það. Félagslegir töfrar myndast í samskiptum fólks og eru allt í senn; gefandi, upplýsandi, styrkjandi, fræðandi.
En félaglegir töfrar eru á undanhaldi. Einstaklingshyggja, firring, siðrof einkenna nútímasamfélagið í meiri mæli. Þessi þróun hefur í för með sér aukinn einmanaleika og angist fólks, kvíða, skautun, og hatursorðræðu. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra. Þessi síða er tileinkuð félagslegum töfrum.