Heimsókn í Hugarafl

Heimsókn í Hugarafl

Mér var boðið að vera með innlegg á fræðsluviku Hugarafls – grasrótarsamtaka um líðan og geðheilbrigði – en starfsemi Hugarafls byggir á nokkurs konar samfélagshugsun sem miðast m.a. að því að auka virkni fólks og draga úr félagslegri einangrun í gegnum stuðning, fræðslu og samveru. Mjög gaman að fá innsýn í starfsemina og það samfélag sem þarna er búið að skapa, og rímar starfsemin vel við boðskapinn í bókinni minni Sjáum samfélagið, sem ég færði samfélaginu að sjálfsögðu. Hugarafl er dæmi um félagasamtök sem sinna mikilvægu hlutverki fyrir einstaklinga og samfélag. Takk fyrir mig.

Scroll to Top