Viðeigandi vitundarvakning
Myndin, sem er götumynd frá Chicago í Bandaríkjunum, sýnir vegglistaverk með andlitum af konum undir yfirskriftinni “Hættið að segja konum að brosa”.
Myndin, sem er götumynd frá Chicago í Bandaríkjunum, sýnir vegglistaverk með andlitum af konum undir yfirskriftinni “Hættið að segja konum að brosa”.
Það er hægt að ímynda sér magn félagslega töfra á kvarða frá litlu magni til mikils. Dæmi um það fyrrnefnda væri bros sem fæðist í hversdagslegum samskiptum fólks, en ástríðublossi á milli elskenda væri dæmi um það síðarnefnda.
Myndin sýnir fólk í röð fyrir utan verslun Chanel tískurisans í Tókýó í Japan og manneskju að taka mynd af verslunarbyggingunni. Það sem vekur athygli er að fólk leggur á sig að bíða í röð fyrir utan verslunina í þeim tilgangi að fá að komast inn og í tæri við tískuvarninginn.
Í bókinni er umfjöllun um það sem félagsfræðingurinn Georg Ritzer kallar “neysluhimnaríki” (e. cathedrals of consumption), sem vísar til þess hvernig markaðsvörur fá heilga og guðdómlega ímynd, líkt og hin hefðbundnu trúarbrögð.
Myndin sýnir mann vera að spreyja sig með sólarvörn á góðviðrisdegi í Chicago í Bandaríkjunum. En þar sem maðurinn er staddur fyrir utan útibú Fox sjónvarpsstöðvarinnar þá kallar myndin fram þau hugrenningartengsl að fólk þarf að verjast ýmsu öðru en geislum sólarinnar.